Thelma grátlega nálægt sæti á Ólympíuleikunum í París 2024

Vikuna 30. september til 8. október fór fram heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum í Belgísku borginni
Antwerpen. Gerpla átti þrjá kepp- endur á mótinu af fjórum, Dagur Kári Ólafsson, Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir.

Olympíudraumuinn var í augsýn hjá Valgarði

Valgarð steig fyrstur út á keppnisgólfið af Íslensku keppendunum á laugardaginn. Eftir frábæra byrjun á fyrstu þrem áhöldunum var ólympíudraumurinn í augsýn en á áhaldi fjögur náði Valgarð ekki að grípa flugæfingu á svifránni og í svona harðri keppni eru það mjög dýr mistök. En Valgarð kláraði mótið af öryggi. Keppnin var mjög hörð um sætin í París næsta sumar og endaði það þannig að enn hefur enginn Norðurlandabúi tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum.

Dagur uppskar flotta einkunn

Dagur Kári fékk símtal tveimur dögum fyrir mótið um að hann ætti að vera með þar sem hann var fyrsti varamaður inn á mótið frá því á EM í vor. Biðin var löng en Dagur nýtti sumarið vel í undirbúning fyrir mótið. Dagur mætti til Belgíu tveimur dögum síðar tilbúinn í sitt fyrsta heimsmeistaramót en í upphitun á sunnudeginum á mótsdegi tóku sig upp gömul axlarmeiðsli sem tóku hann út úr fjölþrautarkeppni á mótinu en náði hann að keppa á sínu besta áhaldi bogahesti með aðeins breyttri æfingu. Það er ekki á færi allra að breyta keppnisrútínunni sinni með svo stuttum fyrirvara en það gerði Dagur með glæsibrag og uppskar flotta einkunn. Þetta ferli verður án efa góð reynsla í veganesti næstu ára en Dagur er mjög ungur og efnilegur fimleikamaður sem á eftir að fara á nokkur heimsmeistaramót.

Thelma náði sínum besta árangri á alþjóðlegu móti

Thelma var síðust út á keppnisgólfið, af keppendum Gerplu, í síðasta keppnishluta í undankeppninni. Thelma mætti einbeitt til leiks og átti vægast sagt frábært mót. Thelma náði sínum allra besta árangri á alþjóðlegu móti í þessum ólympíuhring á mótinu. Dómarar voru mjög strangir og keppnin gífurlega sterk. Hún var eingöngu 0.866 stigum frá sæti inn á Ólympíuleikana í París. Grátlega nálægt en eftir virkilega glæsilegt mót og framúrskarandi frammi- stöðu er ekki hægt annað en að vera stoltur af árangrinum og bera höfuðið hátt. Líkt og hjá körlunum hefur enginn Norðurlandabúi enn tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París 2024.

Möguleikinn hjá Gerlpufólki er enn til staðar þrátt fyrir að HM sé búið og verður reynt til þrautar. ,,Við erum virkilega stolt af okkar keppendum og óskum þeim, fjölskyldum þeirra og ekki síst flottu þjálfurunum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur,” segir Agnes Suto, kynningar- og markaðsstjóri Gerplu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar