Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2022 endurspeglar traustan rekstur þrátt fyrir erfið skilyrði í efnahagsumhverfinu. Þá lækkar skuldaviðmið sveitarfélagsins í 95% og er langt undir lögbundnu lágmarki sem er 150% samkvæmt sveitastjórnarlögum.
Afgangur er á rekstri bæjarins fyrir fjármagnsliði
„Rekstrarniðurstöður ársins endurspegla ríka áherslu meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á góðan rekstur. Afgangur er á rekstri bæjarins fyrir fjármagnsliði og veltufé frá rekstri um þrír milljarðar króna. Erfitt efnahagsumhverfi hefur þó áhrif á heildarniðurstöðu ársins en mikil verðbólga og hækkandi vextir leiða beint til mikillar hækkunar á fjármagnsliðum. Áskoranir eru framundan í rekstri sveitarfélaga og verðhækkanir í samfé- laginu munu áfram hafa bein áhrif á rekstur bæjarins. Þá hafa skuldbindingar
Kópavogs í málefnum fatlaðs fólks aukist verulega en þar hefur ríkið ekki veitt fjármagni til málaflokksins í samræmi við lögbundin verkefni. Á árinu 2022 er áætlað að halli Kópavogsbæjar vegna málefna fatlaðs fólks sé um 1,4 milljarðar vegna vanfjármögnunar ríkisins. Verkefnið nú er að standa vörð um traustan rekstur, for-gangsraða fjármunum og hagræða í rekstri þannig að áfram sé unnt að veita góða þjónustu en stilla álögum á bæjarbúa og fyrirtæki í hóf,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs sl. þriðjudag og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs.
Afkoman neikvæð um 2,1 milljarð
Rekstrartekjur námu um 45,5 milljörðum króna fyrir A- og B-hluta, en gert hafði verið ráð fyrir 43,6 milljörðum króna. Rekstratekjur A-hluta námu 43,3 milljörðum króna. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 1,3 milljarða fyrir A- og B-hluta, en þegar fjármagnsliðir koma inn, þá verður afkoman neikvæð um 2,1 milljarð. Hækkun fjármagnsgjalda má fyrst og fremst rekja til neikvæðrar verðlags- og vaxtaþróunar miðað við upphaflegar forsendur en samkvæmt fjárhagsáætlun með viðaukum var gert ráð fyrir 53 milljóna tapi. Framlegð er um 10% en með framlegð er átt við það sem eftir stendur þegar breytilegur rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá tekjum. Breytilegur kostnaður er sá kostnaður sem breytist með breyttu magni á vöru eða þjónustu.
Eigið fé samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta eru 35,8 milljarðar króna en eigið fé A hluta nam 18,6 milljörðum króna.
Veltufé frá rekstri A og B hluta er 3,2 millj-arðar. Veltufé frá rekstri sýnir hvað rekstur gefur af sér til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána.
Í A hluta eru sjóðir og stofnanir sem eru fjármagnaðar af skatttekjum en undir B hluta falla stofnanir fyrirtæki og rekstrareiningar sem eru reiknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Þess má geta að byggðasamlög og önnur samrekstrarfélög eru undir A-hluta.
Skuldaviðmið lækkar ú 96% í 95%
Skuldaviðmið A- og B- hluta lækkar frá fyrra ári og er 95%, var 96% í árslok 2021. Skuldaviðmið A-hluta var 86%.
Vaxtaberandi skuldir eru 33,8 milljarðar
Vaxtaberandi skuldir í ársreikningi fyrir 2022 eru 33,8 milljarðar. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar hækk-uðu um 4.425 króna eða 8,8%. Skuldir lækka ef tekið er tillit til verðbólgu, en vísitala til verðtryggingar hækkaði um 9,3% á árinu.
Megin skýring á hækkun skulda eru, auk verðbóta á verðtryggð lán, hækkun lífeyrisskuldbindingar og uppfærsla á skuldbindingum vegna Vatnsendamáls og kaupa bæjarins á landi ríkisins í Vatnsendahvarfi.
Fjárfestingar og framkvæmdir námu 4,7 milljörðum króna
Fjárfestingar og framkvæmdir í eignum bæjarins námu 4,7 milljörðum króna. Helstu framkvæmdir eru nýbygging Kársnesskóla við Skólagerði, en einnig voru viðamiklar framkvæmdir í ýmsum skólum og leikskólum, til dæmi leikskólanum Efstahjalla og Furugrund, íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogsskóla, breytingar á Kórnum vegna Hörðuvallaskóla og og framlag vegna tækjakaupa á skíðasvæðunum auk ýmissa framkvæmda sem tengjast stofnunum bæjarins og gatnagerð.
Laun og launatengd gjöld námu alls 23,7 milljörðum króna
Laun og launartengd gjöld A og B hluta námu alls 23,7 milljörðum króna. Fjöldi á launaská í árslok voru 3.123 manns en meðal stöðugildi á árinu voru 2.053.
Íbúar Kópavogs voru 39.793 þann 1.des- ember 2022 og fjölgaði þeim um 806 frá fyrra ári.
Forsíðumynd: Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir áskoranir sem eru framundan í rekstri sveitarfélaga og verðhækkanir í samfélaginu munu áfram hafa bein áhrif á rekstur bæjarins.