Reiknuð leiga íþróttamannvirkja vegna afnota íþróttafélaga 1.596.699.895,- kr.

Á fundi íþróttaráðs Kópavogs í síðustu viku mætti deildarstjóri íþróttadeildar Kópavogs og lagði fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2023, en hún er að upphæð 1.596.699.895,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin.

Breiðablik 643.652.146,
HK 616.930.520,
Gerpla 271.647.912,
Hvönn 8.659.452,
Glóð 3.222.858,
Stálúlfur 18.171.519,
Ísbjörninn 11.290.047,
Knattspyrnufélag Kópavogs 596.504, Knattspyrnufélagið Miðbær 495.466, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 9.093.156,
Skotíþróttafélag Kópavogs 9.771.898 og Íþróttafélagið Ösp 3.168.419.

Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.

Engum dylst að íþróttafélögin í Kópavogi gegna mikilvægi hlutverki í bæjarfélaginu og margir bæjarbúar reiði sig á þá framúrskarandi þjónustu sem félögin bjóða upp á.

Mynd: Reiknuð leiga vegna afnota HK af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar árið 2023 er 616.930.520 kr.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar