Kópavogsbær og Reebok Fitness hafa skrifað undir samning um áframhaldandi rekstur Reebok Fitness á líkamsræktarstöðvum í sundlaugum Kópavogs, Salalaug og Sundlaug Kópavogs. Samningurinn er til fimm ára með möguleika á árs framlengingu, tvisvar sinnum.
Í Salalaug er tækjasalur en í Sundlaug Kópavogs er einnig boðið upp á tíma í sal. Rekstur líkamsræktar í sundlaugum í Kópavogi var boðinn út í vor og barst eitt tilboð, frá Reebok Fitness.
Bæjarráð samþykkti í byrjun júní að gengið yrði til samninga um reksturinn.
Mynd: Ágúst Ágústsson frá Reebok Fitness og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu undir samning um rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs.