Reebok Fitness áfram í sundlaugum Kópavogs

Kópavogsbær og Reebok Fitness hafa skrifað undir samning um áframhaldandi rekstur Reebok Fitness á líkamsræktarstöðvum í sundlaugum Kópavogs, Salalaug og Sundlaug Kópavogs. Samningurinn er til fimm ára með möguleika á árs framlengingu, tvisvar sinnum. 

Í Salalaug er tækjasalur en í Sundlaug Kópavogs er einnig boðið upp á tíma í sal. Rekstur líkamsræktar í sundlaugum í Kópavogi var boðinn út í vor og barst eitt tilboð, frá Reebok Fitness. 
Bæjarráð samþykkti í byrjun júní að gengið yrði til samninga um reksturinn. 
 
Mynd: Ágúst Ágústsson frá Reebok Fitness og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu undir samning um rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins