Unglingaráð Gerðarsafns hefur störf í sumar

13 unglingar starfa hjá Gerðarsafni í sumar á vegum vinnuskóla Kópaovogs við að kynna sér samtímalist og starf Gerðarsafns, með það markmið að gera safnið unglingavænna og móta einskonar unglingaráð safnsins. 

Þau hafa þegar heimsótt helstu söfn og gallerí á höfuðborgarsvæðinu, unnið að leiðsögn um sýninguna Hlutbundin þrá sem nú stendur yfir í Gerðarsafni og spreytt sig sjálf á ýmsum ólíkum sviðum samtímalistar. Til að aðstoða þau við það hafa þau til dæmis fengið skúlptúrasmiðju frá listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur, sem þekkt er m.a.  fyrir útiskúlptúr sinn Litlu Hafpulsuna  teikni og götulistasmiðju frá Vegglistahópi Molans ungmennahúss og textílsmiðju frá listakonunni Ýrúrarí.

Starfið er mótað eftir þeirra óskum enda markmið leiðbeinenda að vekja áhuga þeirra á samtímalist á þeirra forsendum. 

Unglingahópurinn hefur valið sér nafnið Grakkarnir – unglingaráð Gerðarsafns og hyggst standa fyrir sýningu á eigin útilistaverkum í nágrenni Gerðarsafns og lygaleiðsögn um Hlutbundna þrá í lok sumars – Fylgist með! 

Starfið leiða þau Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Helgi Grímur Hermansson sviðshöfundar

Starfið leiða þau Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Helgi Grímur Hermansson sviðshöfundar. Þau hafa bæði unnið mikið með ungu fólki, en Salvör Gullbrá hefur til dæmis staðið fyrir valdeflandi sviðslistaverkefninu Krakkaveldi síðustu þrjú ár, og var leiðbeinandi ungra sýningarstjóra í Gerðarsafni í tengslum við  barnasýningu Vatnsdropans í Gerðarsafni sem opnaði 19.júní síðastliðinn. Helgi Grímur hefur leikstýrt uppsetningum nemendafélaga Verzló og MH síðastliðið ár við frábærar undirtektir.

Kvót frá Grökkunum um vinnuna:
 
Elísabet, 15 ára:
Það sem ég hef verið að læra til dæmis graff, ég hafði prófað að nota spreybrúsa en aldrei lært hvernig maður gerir fígúrurnar og stafina sem maður sér á veggjum, mér fannst það mjög áhugavert, ég hef líka lært að meta meira samtímalist og sjá hana á annan hátt.
 
Amelía, 17 ára: 
Þetta er pottþétt besta vinna sem ég hef nokkurntímann verið með og ég hef lært margt,meðala annars hvernig list getur verið mismunandi og í mismunandi formum, og ég finn bara sjálf að ég hef meiri löngun til að gera list sjálf, svo þetta er bara geggjað!
 
Heba, 17 ára:
Eftir að ég byrjaði í þessari vinnu varð ég mun opnari fyrir því að prufa hluti sem ég var löngu búin að ákveða ég væri léleg í og er núna bara með mun jákvæðara hugarfar gagnvart list og ætla halda áfram að prufa mig áfram á því sviði!

Mynd: Starfið leiða þau Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Helgi Grímur Hermansson sviðshöfundar.

,,Þetta er pottþétt besta vinna sem ég hef nokkurntímann verið með og ég hef lært margt,meðala annars hvernig list getur verið mismunandi og í mismunandi formum, og ég finn bara sjálf að ég hef meiri löngun til að gera list sjálf, svo þetta er bara geggjað,“ segir Amelía

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar