Notaleg djassstund með tónlistarfólki framtíðarinnar

Ljúfir hádegistónleikar með framhaldsnemendum af söngdeild Tónlistarskóla FÍH eru haldnir síðasta fimmtudag hvers mánaðar á Bókasafni Kópavogs. Lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli, sveifla og sving, stuð
og stemning.

Á þessum tónleikum, sem eru í dag, fimmtudaginn 26. október kl. 12:15, flytja þær Gunnur Arndís, Ragnheiður Silja og Rán Ragnarsdóttir fjölbreytt úrval laga sem öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir og er hluti af dagskrá menningarhúsanna í haustfríinu.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund, hefjast kl. 12:15 og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.
Aðgangur ókeypis.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar