Meta forsendur áður en ákvörðun er tekin

Rekstur líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi boðinn út

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt heimild til að bjóða út í opnu útboði rekstur og útleigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs, en deildarstjóri íþróttadeildar Kópavogsbæjar hefur lagt fram útboðsslýsingu fyrir reksturinn. Eins og fram hefur komið þá ákvað Reebok Fitness, sem rekur stöðvarnar í sundlaugunum í dag ákveðið að framlengja ekki samninginn sinn um tvö ár eins og stöðinni stóð til boða. Núverandi samningur mun renna út 31. ágúst næstkomandi.

Gym heilsa, Sporthúsið og World Class ætla að skoða útboðsskilmála

Gym heilsa, sem áður leigði aðstöðuna í 18 ár áður en Reebok Fitness tók við rekstrinum fyrir fimm árum, ætlar að skoða útboðsgöng og það sama á við Sporthúsið sem er með aðstöðu í Dalsmára Kópavogi. ,, Við munum að sjálfsögðu skoða forsendur fyrir rekstrinum og í framhaldinu meta það hvort við teljum álitlegt að vera með,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins þegar hann var spurður um mögulega þátttöku í útboðinu.

Það sama á við World Class sem mun skoða á hvaða forsendum útboðið sé áður en ákvörðun verður tekin um hvort fyrirtækið tekur þátt.

Á myndinni er Sundlaug Kópavogs en rekstur og útleiga á líkamsræktaraðstöðu í Sundlaug Kópavogs og Salalaug verður boðinn út

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar