Tvær sýningar opna í Gerðarsafni

Tvær sýningar opna í dag, 20. maí kl. 12-18. Sýnendur verða á staðnum frá 16-18 og svara spurningum gesta.

Sýningarnar Fylgið okkur á HönnunarMars og GERÐUResque, samsýning MA nema í myndlist við LHÍ, opna samtímis í Gerðarsafni kl. 12 og opið verður til 18. Frá kl. 16-18 verða sýnendur á staðnum.

Fylgið okkur

Sýningarstjóri er Sara Jónsdóttir, fyrrum stjórnandi HönnunarMars.
Sýnendur eru: Anna Diljá Sigurðardóttir upplýsingahönnuður, Arnar Grétarsson arkitekt, Arnar Már Jónsson fatahönnuður, Búi Bjarmar Aðalsteinsson hönnuður, Sigríður Birna Matthíasdóttir hönnuður, Sól Hansdóttir fatahönnuður, Steinarr Ingólfsson grafískur hönnuður og Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður.

Mynd úr verki Búa Bjarmars Aðalsteinssonar, hönnuðar,

Sýningin stendur 20. – 30. maí. Aðgangur er ókeypis á meðan á HönnunarMars stendur.
Sýningin Fylgið okkur teflir fram völdum verkum frá nýjum og upprennandi íslenskum hönnuðum sem eru nýsprottnir fram á sjónarsviðið. Hönnuðirnir eiga það sammerkt að hafa með sínum fyrstu verkum vakið athygli og eftirvæntingu, hver á sínu sviði.

Samruni og samvinna þvert á greinar er einkennandi en hönnuðirnir líta inn á við, út á við og fram á við í leit að nýjum leiðum til að takast á við viðfangsefni nútíðar og framtíðar: Sjálfbærni og fléttu samfélags við manngerð vistkerfi; vistvæna gjörnýtingu dýraafurða annars vegar og staðgengla þeirra í fæðuhringnum hins vegar; frammistöðukvíða og innblástursleysi á móti óhindruðum leik- og sköpunarkrafti; framtíð tískunnar og marglaga sjálfsmynd okkar í sýndar- og raunveruleika.

Myndin er úr verki Sigríðar Birnu Matthíasdóttur, hönnuðar.

GERÐUResque

Sýningin opnar 20. maí n.k. og stendur til 30. maí. Aðgangur ókeypis.
Listamenn sýningarinnar eru MA nemar í myndlist við Listaháskóla Íslands:
Arnþór Ævarsson
Elnaz Mansouri
Freyja Reynisdóttir
Gabriella Panarelli
Jóhanna Margrétardóttir
Maria Sideleva
Martha Haywood
Melanie Ubaldo
Ragnhildur Weisshappel
Rebecca Larsson
Tinna Guðmundsdóttir
Yuhua Bao
Zuzu Knew

Sýningarstjórar eru meistaranemar nemar í sýningargerð við Listaháskóla Íslands og í listgagnrýni og sýningarstjórnun við Háskóla Íslands:
Amanda Poorvu
Ari Alexander Ergis Magnusson
Björk Hrafnsdóttir
Heba Helgadóttir
Karl Ómarsson
Sylvía Lind
Vala Pálsdóttir

Að bíta í epli, að upplifa einangrun, þróun ofur-lífvera og hreyfiskynjun fiska í Baikal vatni… þessir þættir ásamt fleirum renna saman við líf og list Gerðar Helgadóttur í þeim fjölbreytilegu og margþættu verkum sem sjá má á sýningunni.

Gerðarsafn bauð meistaranemum við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands að bregðast við listsköpun og persónu Gerðar Helgadóttur. Nemarnir fengu innsýn inn í safneignina og rannsökuðu hinar margvíslegu hliðar á lífi og listrænu starfi Gerðar. Efniviður, viðfangsefni og tækni Gerðar sem og stofnunin sjálf sem geymir verk hennar varð að lokum að innblæstri fyrir þeirra eigin listsköpun.

Forsíðumynd af konu í sturtu Vökvun

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar