Lesin var 2721 bók í sumarlestri bókasafnsins

Um 130 manns lögðu leið sína á uppskeruhátíð sumarlesturs á aðalsafni Bókasafns Kópavogs þann 22. ágúst s. l. Sumarlesturinn er haldinn árlega til að hvetja unga lesendur til að halda þeirri lestrarfærni sem áunnist hefur yfir skólaárið og mætti Gunnar Helgason, rithöfundur og stuðbolti á svæðið til að halda upp á daginn með ótrúlega duglegum lestarhestum. Gunnar las upp úr nýjustu bók sinni sem er alveg að koma út og var boðið upp á popp til að snæða á meðan á fjörinu stóð. Lesnar voru samtals 2721 bók í sumar sem þýðir að á hverjum degi voru lesnar 30 bækur! Kæru sumarlestrarhestar, gangi ykkur öllum vel í skólanum og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á bókasafninu sem fyrst! Áfram þið og áfram lestur!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar