Konukvöld i Firði í kvöld

Konukvöld Fjarðar verður haldið með pompi og prakt í dag 2. maí, frá kl. 18.-21.

Boðið verður upp léttar vörukynningar og veitingar frá Osta og smjörsölunni, Mekka verður með vínkynningu, Ahansen verður með tapas-smakk og Blush verður með lukkuhjól á staðnum.

Þá fá allir sem mæta fá afsláttarmiða frá Úrval Útsýn.

Og þá verða ýmis skemmtiatriði í boði en m.a. mætir Garðar Guðmundsson, rokkari, Mjöll Hólm, söngkona, Bjarni Ara, söngvari, Jóna Margrét Idol-stjarnan og Tómas Helgi, tónlistarmaður.

Þá verður happdrætti í gangi með mörgum glæsilegum vinningum og að sjálfsögðu verður tilboð í verslunum í Firðinum.
 
Svo það er bara um að gera að koma við á konukvöldi í Firði verslunarmiðstöð í Fjarðargötu Hafnarfirði fimmtudaginn 2. maí kl. 18.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar