Jazzþorpið í annað sinn dagana 3.-5. maí

Stórglæsileg dagskrá Jazzþorpsins liggur nú fyrir og uppsetning þorpsins fer fram frá 29. apríl. Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi var spurð um skipulagið sem þarf að vera til staðar til að hátíð á þessari stærðargráðu geti farið fram í Garðabæ.

,,Það er fyrst og fremst traustið sem menningar- og safnanefnd og bæjarstjóri sýnir okkur sem skiptir öllu máli. Þau vita að við Jazzþorpsgengið, Ómar Guðjónsson listrænn stjórnandi, Kristín Guðjónsdóttir upp- lifunarhönnuður, Hans Vera listasmiður og ljósmyndari auk mín, höfum fundið fyrir þessu trausti allt frá því að ákveðið var að umbreyta Jazzhátíð Garðabæjar á þennan hátt. Gestir voru himinlifandi í fyrra og við fórum vel yfir alla verkþætti að lokinni hátíðinni í fyrra. Nú erum við því búin að hafa langan undirbúningstíma sem miðar að því að gera betur það sem var vel gert í fyrra og lagfæra það sem betur mátti fara. Starfsmenn Garðabæjar, áhaldahús- og garðyrkjan eru ómissandi þegar kemur að því að framkvæma og við erum ótrúlega ánægð að hafa það frábæra fólk með okkur. Þá væri undirbúningur óhugsandi án Gunna Rich,” segir Ólöf.

Fjörið, notalegheitin, upplifunin og undrun gesta í fyrra eru okkar orkugjafar

,,Þessi vinnuvika áður en þorpið opnar einkennist af óþrjótandi vinnu en við græðum á að hafa gert þetta áður og vitum að við þurfum að gefa okkur tíma svo við lendum ekki í stressi. Uppsetning á kúlunum hófst strax í byrjun vikunnar en það er vandasamt verk og krefst bæði nákvæmni, þolinmæði og smekkvísi en Kristín upplif- unarhönnuður er með frábæran mann, Daníel Hoe með sér í þessari vinnu,” segir Ólöf og bætir við: ,,Þá erum við svo heppin að hafa ÞG-verktaka sem setja upp framhlið þorpsins annað árið í röð og gera það með glæsibrag og styðja þannig ómetanlega við þorpið.”

,,Við erum svo heppin að hafa ÞG-verktaka sem setja upp framhlið þorpsins annað árið í röð og gera það með glæsibrag og styðja þannig ómetanlega við þorpið,“ segir Ólöf
Ómar ásamt Gunna Rich, en Ólöf segir að undibúningurinn væri óhugsandi án Gunna.

Salan rennur til góðgerðarmála

,,Við búum líka að því að vera komin með ótrúlegt magn húsgagna og smámuna á torgið en söfnun hefur farið fram í þrjá mánuði en í fyrra höfðum við aðeins 3 vikur. Það er Kristín upplifunarhönnuður ásamt aðstoðarkonu sinni Höllu sem hefur verið einsog grár köttur í Góða hirðinum að finna til áhugaverða og góða gripi sem munu mynda stofurnar í Jazzþorpinu. Líkt og í fyrra verða allir gripirnir til sölu og salan rennur til góðgerðamála bætir Ólöf við. ,,Ég held að Jazzþorpið í Garðabæ 2024 verði dásamlegur staður til að dvelja á, tónlistardagskráin er frábær og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við Jazzþorps-gengið leggjum okkur að minnsta kosti öll fram við að gestum þorpsins líði vel og upplifunin verði jákvæð enda teljum við að Jazzþorpið í Garðabæ sé komið til að vera á Garðatorgi eina helgi í maí,” segir Ólöf sem er rokin.

Vílar sér ekki við að ganga í verkin

Það er ljóst að menningarfulltrúinn vílar ekki fyrir sér að ganga í verkin, hún lyftir þungum húsgögnum, málar spýtur og skipuleggur uppsetningu sviðs og græjar og gerir. Garðapósturinn hvetur lesendur til að njóta helgina 3. – 5. maí en heildardagskrána má sjá á baksíðu blaðsins og á vef Garðabæjar. Þá er vert að gerast vinur Jazzþorpsins á facebook enda birtast þar skemmtileg myndbönd til að kynna hátíðina og á meðan á Jazzþorpinu stendur verða birtar myndir af fólki og viðburðum á síðunni.

Forsíðumynd: „Traustið sem menningar- og safnanefnd og bæjarstjóri sýna okkur sem skip-uleggjum Jazzþorpið er ómetanlegt,“ segir Ólöf Breiðfjörð, menningarfulltrúi Gaðabæjar sem er á myndinni ásamt Ómari Guðjónssyni á Garðatorgi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar