Langur fimmtudagur er ný viðburðaröð í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Bókasafni Kópavogs og Salnum

Langur fimmtudagur er ný viðburðaröð í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Bókasafni Kópavogs og Salnum þar sem opið verður til kl. 20 síðasta fimmtudag hvers mánaðar ásamt fjölda spennandi viðburða. Salurinn mun bjóða upp á Síðdegisjazz í Salnum þar sem fjöldi landsþekktra jazztónlistarmanna munu skemmta gestum í fordyri Salarins og á fimmtudaginn kl. 17 munu feðginin Anna Gréta og Sigurður Flosason ásamt Johan Tengholm kontrabassaleikara bjóða upp á létta og leikandi dagskrá samansetta af sígrænum djassperlum og íslenskum dægurlögum. Tobba Marínós mun svo mæta í Bókasafn Kópavogs á fimmtudaginn kl. 18 og segja frá bók sinni Náttúrulega sætt þar sem gestum gefst einnig færi á að smakka rétti úr bókinni. Í Gerðarsafni verður boðið upp á listamannaleiðsögn kl. 18 með Styrmi Erni Guðmundssyni um sýninguna Hlutbundin þrá en Styrmir er einn listamanna sýningarinnar.“

Síðdegisjazz í Salnum! Á morgun, fimmtudag, kl. 17 munu feðginin Anna Gréta og Sigurður Flosason mæta í Salinn ásamt Johan Tengholm kontrabassaleikara bjóða upp á létta og leikandi dagskrá samansetta af sígrænum djassperlum og íslenskum dægurlögum

Fjölbreytt dagskrá alla helgina

Langur fimmtudagur 26. ágúst er hluti af dagskrá Hamraborg Festival og á fimmtudaginn munu fjórar ólíkar sýningar opna og vera til sýnis alla helgina á Hamraborg Festival.  Á Bókasafni Kópavogs verður yfirlitssýning á verkum sem börn í Kópavogi hafa skapað í listsmiðjum Sumarspíra 2021, á Náttúrufræðistofu Kópavogs verður að finna hljóðverk eftir Annie Charland Thibodeau og innsetningu eftir Sylva Lamm, og í Gerðarsafni verður sýnt videoverk eftir Grakkana. 
 
Á föstudaginn verður svo boðið upp á listasmiðju fyrir fullorðna með Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur í Gerðasafni og listsmiðju fyrir börn með Sumarspírum í Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Á laugardaginn verður einnig boðið upp á ókeypis tónleika í Salnum með L‘amour Fou en panta þarf miða á salurinn.is.
 
Frekari upplýsingar um dagskrána er að finna á www.meko.is.

Forsíðumynd: Tobba Marínós mun mæta í Bókasafn Kópavogs í dag, fimmtudag, kl. 18 og segja frá bók sinni Náttúrulega sætt þar sem gestum gefst einnig færi á að smakka rétti úr bókinni

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins