Kópavogsbúar ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins

Samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunnar sem kynnt var í gær kemur m.a. fram að Kópavogsbúar séu ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins, en alls eru 71.6% bæjarbúa ánægðir með þjónustuna sem þeir fá í bænum, en þeir voru spurðir í könnuninni hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með þjónustu sveitarfélagsins.

Þjóðmálakönnunin náði til alls landsins, en málefni leik- og grunnskólanna eru efst á blaði hjá nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsmálin vega þyngst í hugum Reykvíkinga á meðan atvinnumálin, heilt yfir, eru talin mikilvægust á landsbyggðinni.

Háskóli Íslands

Alls eru 90,5% Kópavogsbúa annað hvort ánægður eða hvorki ánægður né óánægður með þjónustuna sem Kópavogur veitir íbúum, en aðeins 9,5% er óánægður.

Kópavogur er samkvæmt könnuninni í þriðja sæti yfir ánægju sveitarfélaga með þjónustuna en í fyrsta sæti er íbúar í Garðabæ, en 80,4% bæjarbúar er ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins og Akureyri er í 2. sæti, en ánægjan þar er 75,5%.

Verst kom Reykjavík út í könunninni en aðeins 42,4% bæjarbúa er ánægður með þjónustuna sem sveitarfélagið veitir þeim.

Rannsókn Félagsvísindastofnunnar fór fram í mars og tóku alls 808 manns þátt í henni á öllu landinu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar