Íslenska er alls konar – Menning á miðvikudögum

Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 12:15 flytur Eiríkur Rögnvaldsson erindi um margbreytileika íslenskunnar á degi íslenskrar tungu. 

Eiríkur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands og er einn helsti forvígismaður um íslenska máltækni. Hann hefur verið óþreytandi við að vekja athygli á stöðu íslenskunnar og mikilvægi þess í menningu okkar og samskiptum. 

Erindið fer fram á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í fjölnotasalnum á 1. hæð og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar