Bjarki og Guðmundur Ágúst í GKG hefja leik á lokaúrtökumótinu fyrir DP-Evrópumótaröðina

Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnumenn í GKG, hefja báðir leik í dag á lokaúrtökumótinu fyrir DP Evrópumótaröðina – sem er sterkasta atvinnumannamótaröðin í Evrópu.

Alls eru 153 keppendur sem komust inn á lokaúrtökumótið. Keppnisdagarnir eru alls 6 á lokaúrtökumótinu en fyrst eru leiknir fjórir hringir, tveir þeirra á Lakes vellinum og tveir á Hills vellinum sem eru á Infinitum golfsvæðinu, rétt við bæinn Tarragona á Spáni. Eftir fjórða hringinn er niðurskurður þar sem að um helmingur keppenda fær tækfæri að leika á síðustu tveimur keppnisdögunum – en tveir síðustu hringirnir verða leiknir á Lakes vellinum. Að loknum sjötta keppnisdegi fá 25 efstu keppnisrétt á DP Evrópumótaröðinni. (Mynd: golf.is) 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar