Hvatning fyrir sumarlestrarhesta

Bókasafn Kópavogs ýtir sumarlestri safnsins 2023 úr vör með sumarlestrargleði miðvikudaginn 14. júní kl. 17:00. Gunnar Helgason kemur í heimsókn á aðalsafn, les úr bókunum sínum og veitir krökkunum lestrarhvatningu fyrir sumarið. Starfsfólk safnsins aðstoðar einnig lestrarhesta og foreldra við að finna réttu bókina og veitir lestrarráðgjöf. Viðburðurinn fer fram á 1. hæð safnsins og eru öll innilega velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar