Huggulegar stundir með smáhryllingsívafi í menningarhúsunum

Haustfrí í grunnskólum Kópavogs stendur yfir dagana 26. til 29. október. ,,Við í Kópavogi fögnum því að veturinn er að ganga í garð og má sjá víða að undirbúningurinn fyrir jólin er hafinn,” segir Vigdís Másdóttir kynningar- og markaðs- stjóri menningarhúsanna í Kópavogi. ,,Venju samkvæmt fara grunnskólanem- endur í haustfrí og við ætlum því að bjóða upp á skapandi, nærandi og smá hryllilega dagskrá í menningarhúsunum okkar 26. til 28. október.”

Elísabet Indra Ragnarsdóttir viðburðarstjóri menningarhúsanna segir úrvalið mikið og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Spenntust sé hún fyrir fjölskyldujazzinum sem verður á bókasafninu á fimmtudeginum í hádeginu. ,,Svo er ekki annað hægt en að komast í hrekkjavökustuð með öllum smiðjunum sem verða í boði,” segir hún, glottir og bætir við: ,,Krakkar ef þið komið með mömmu, pabba, afa, ömmu, frænku eða einhvern fullorðinn með ykkur í Gerðasafn í haustfríinu þá fá þau ókeypis inn, en þið þurfið að passa upp á þau.”

Dagskrána má finna á meko.is

,,Við lofum því huggulegum stundum með smá hryllingsívafi í haustfríinu. Verið öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis,” segir Elísabet Indra.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar