Frábær Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Barnamenningarhátíð í Kópavogi var haldin vikuna 5. – 9. apríl. Hátíðin var sett þriðjudaginn 5.apríl sl. á Bókasafni Kópavogs en þá opnaði falleg sýning í fjölnotasal á 1. hæð með litríkum teikningum 120 leikskólabarna úr sex leikskólum í Kópavogi. Listamenn sýningarinnar mættu öll á opnunina og tóku vel undir í samsöng sem Margrét Eir söngkona og Davíð Sigurgeirsson stjórnuðu en börnin komu frá leikskólunum Álfaheiði, Álfatún, Baugur, Marbakki, Núpur og Urðarhóll. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og einn fulltrúi frá hverjum leikskóla klipptu svo á borða til að opna formlega sýninguna og barnamenningarhátíðina í Kópavogi við mikinn fögnuð gesta.

Barnamenningarhátíð náði hápunkti sínum laugardaginn 9. apríl þegar fjölbreytt barnamenningardagskrá var í Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Salnum og Gerðarsafni. Aðsókn fór fram úr öllum væntingum og var mikil gleði á viðburðum hátíðarinnar en meðal viðburða var uppákoma með Leikhópnum Lotta, vísindaspjall með Stjörnu-Sævari, danspartý, kórtónleikar, rokktónleikar, grafíksmiðja, tónlistarævintýrið Búkolla eftir Gunnar Andreas Krisinsson og örsögusamkeppni Vatnsdropans.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og einn fulltrúi frá hverjum leikskóla klipptu á borða til að opna formlega sýninguna og barnamenningarhátíðina í Kópavogi 5. apríl sl.
Hvassviðri
Leikhópurinn Lotta
Skólakór Kársnesskóla, Hörðuvallarskóla og Smárskóla

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar