Forseti Íslands með prjónana á lofti í Gjábakka

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sótti Gjábakka heim á dögunum en tilefnið var þátttaka félagsmið- stöðva eldri borgara í Kópavogi í verkefninu Sendum hlýju.

Verkefnið gengur út á það að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu. Skortur er á hlýjum fatnaði og munu íslenskir ullarsokkar gagnast vel í vetur fyrir hermennina sem eru tilbúnir að fórna öllu til að verja Úkraínu gegn innrásinni. Félagsmiðstöðvarnar í Kópavogi hvetja öll til að taka þátt og prjóna sokka. Ef vantar prjóna eða ullargarn þá er hægt að fá það í félagsmiðstöðvunum.

Að átakinu stendur hópur sjálfboðaliða og er markmið þess að prjóna ullarsokka sem gagnast geti í komandi vetrarhörkum í Úkraínu. Móttökustöðvar fyrir ullarsokka eru um allt land og mun utanríkisráðuneytið í samvinnu við stjórnvöld í Úkraínu tryggja að afraksturinn komist til skila á réttan stað.

Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókn Guðna TH. í Gjábakka.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar