50 þúsund krónurnar setja Garðabæ í 4. til 7. sæti

Garðabær greiðir 50.000 kr. á ári í frístundarstyrk (Hvatapeninga) fyrir hvert barn á aldrinum 5-18 ára og er í 4.-7. sæti af 20 stærstu sveitarfélögum landsins er kemur að því hversu hár styrkurinn er, en það var Alþýðusamband Íslands sem réðst í samanburð á frístundastyrkjum í tuttugu sveitarfélögum hér á landi í síðustu viku.

Kópavogur er með hæstu frístundastyrkin, 56.000 krónur á ári fyrir hvert barn. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 5-18 ára í Kópavogi

Frístundastyrkur segir þó ekki alla söguna enda bæði misjafnt hve dýrt er fyrir börn að stunda tómstundir í sveitarfélögum.

Samkvæmt könnun ASÍ er næst hæstu styrkirnir eru hjá Hafnarfjarðarbæ 54.000 krónur á hvert barn en styrknum er skipt niður á mánuði þannig að einungis hluti styrksins er laus til notkunar í mánuði hverjum. Mosfellsbær greiðir 52.000 krónur í tómstundastyrk fyrir fyrsta og annað barn en styrkurinn hækkar upp í 60.000 krónur fyrir þriðja barn. Styrkirnir hækka einnig hjá Akranesi fyrir annað og þriðja barn.

Ásamt Garðabæ eru það sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, og Vestmannaeyjar sem greiða öll styrki að upphæð 50.000 krónur á ári. Aldursbilið sem styrkirnir gilda fyrir er lengst hjá Vestmannaeyjabæ, 2-18 ára en 5-18 ára hjá Seltjarnarnesbæ og Garðabæ og 6-18 ára hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ætlar að hækka Frístundastyrkinn í borginni upp í 75.000 kr. um næstu áramót og Kópavogsbær ætlar að hækka hann upp í 70.000 kr á kjörtímabilinu.

Garðabær ætlar einnig að hækka Hvatapeningana á kjörtímabilinu en sú upphæð hefur ekki verið ákveðin né hvenær hún tekur gildi auk þess sem stefnt er á að útfæra breytingar á systkinaafslætti og tekjutengingu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar