Feðgar á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Full­trúaráð Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Kópa­vogi samþykkti í gær fram­boðslista vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í vor. 

Ásdís Kristjáns­dótt­ir sem sigraði í próf­kjöri flokks­ins í mars síðastliðnum skip­ar efsta sætið, í öðru sæti er Hjör­dís Ýr John­son, í þriðja sæti er Andri Steinn Hilm­ars­son og Hannes Steindórsson, fasteignasali er í fjórða sæti. Sveitarstjórnarkosningarnar eru þann 14. maí næst­kom­andi.

Feðgarnir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og sonur hans, Hermann Ármansson, er báðir á listanum. Ármann Kr., sem lætur af störfum í sumar tekur heiðurssætið á listanum og Hermann er í tíunda sæti listans.

Á listanum taka meðal ann­ars sæti Sól­veig Pét­urs­dótt­ir, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra og for­seti Alþing­is, Unn­ur B. Friðriks­dótt­ir, formaður Ljós­mæðrafé­lags Íslands og er Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri í 22. sæti.

List­inn í heild:

1. Ásdís Kristjáns­dótt­ir, hag­fræðing­ur

2. Hjör­dís Ýr John­son, bæj­ar­full­trúi og fram­leiðslu­stjóri

3. Andri Steinn Hilm­ars­son, vara­bæj­ar­full­trúi og aðstoðarmaður þing­flokks

4. Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali

5. Elísa­bet Sveins­dótt­ir, markaðsstjóri

6. Hanna Carla Jó­hanns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri

7. Sig­valdi Eg­ill Lárus­son, fjár­mála- og rekstr­ar­stjóri

8. Berg­ur Þorri Benja­míns­son, starfsmaður þing­flokks 

9. Sigrún Bjarna­dótt­ir, skóla­stjóri

10. Her­mann Ármanns­son, stuðnings­full­trúi

11. Axel Þór Ey­steins­son, fram­kvæmda­stjóri

12. Tinna Rán Sverr­is­dótt­ir, lög­fræðing­ur

13. Rún­ar Ívars­son, markaðsfull­trúi

14. Sól­veig Pét­urs­dótt­ir, fyrrv. dóms­málaráðherra og for­seti Alþing­is

15. Krist­ín Amy Dyer, for­stjóri

16. Svein­björn Svein­björns­son, lögmaður

17. Sunna Guðmunds­dótt­ir, for­stöðumaður

18. Jón Finn­boga­son, út­lána­stjóri 

19. Unn­ur B. Friðriks­dótt­ir, formaður Ljós­mæðrafé­lags Íslands

20. Gunn­steinn Sig­urðsson, fyrrv. skóla­stjóri

21. Mar­grét Friðriks­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar

22. Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar