Er ástin bara hugmynd? Viðburður í tilefni Valentínusardags

Hin vinsæla viðburðaröð Menning á miðvikudögum hefur hafið göngu sína á nýjan leik og miðvikudaginn 16. febrúar verður sjónum beint að ástinni í hádegisfyrirlestri Brynhildar Björnsdóttur. Brynhildur er stofnfélagi í hinu íslenska ástarrannsóknarfélagi og leiddu rannsóknir hennar meðal annars af sér meistaraprófsritgerð og útvarpsþáttaröð um hjónabandið sem flutt var á Rás 1 um jólin 2021.

Í hádegisfyrirlestri sínum veltir Brynhildur vöngum yfir hugmyndinni um ástina í menningu vestrænna samfélaga þar sem rómantísk ást er notuð til að markaðssetja og selja, hvort tveggja varning og hugmyndafræði sem viðheldur valdakerfum. Mögulega læðast nokkrir tónar inn í erindið sem fer fram á Bókasafni Kópavogs og hefst kl. 12:15. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar