Rafrænn kynningarfundur um vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi við Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79 verður haldinn 30.nóvember. Fundurinn hefst kl. 17 og er streymt frá vefsíðu Kópavogsbæjar.
Gefinn verður kostur á að senda inn spurningar á netfangið [email protected] sem svarað verður eftir kynningarnar á fundinum.
Á fundinum verður farið yfir aðdraganda og forsendur skipulagsvinnunnar á svæðinu sem um ræðir og greint verður frá heildarsýn fyrir vesturhluta Kársness. Þá verður farið ítarlega yfir vinnslutillöguna sem nú er í kynningu. Að lokum verður spurningum sem borist hafa á netfangið [email protected] á meðan á fundinum stendur.
Fundurinn, sem verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum, Hábraut 2, og streymt með Vimeo á vef Kópavogsbæjar í samræmi við aðra rafræna kynningarfundi, stendur til 18.00.
Minnt er á að boðið verður upp á umræður og samtal á opnum fundi í Kársnessskóla þann 13. janúar.
Helstu breytingar.
Lóðir innan svæðisins verða sameinaðar og lóðarmörk breytast, núverandi hús verða rifin og byggðar verða 160 íbúðir á 2-5 hæðum. Gert er ráð fyrir bílakjallara á lóðinni. Nýtingarhlutfall miðað við A rými ofanjarðar verður 1,29.
Skrifaðir eru nýir sérskilmálar miðað við breytta uppbyggingu.
Um er að ræða vinnslutillögu á Reit 13 á Kársnesi (þ-1) í Kópavogi.
Markmið þróunarsvæðisins er að byggja blandaða byggð með áherslu á vistvænan samgöngumáta.
Sjö lóðir verða sameinaðar í eina lóð undir íbúðarbyggð, ásamt lóð í eigu Kópavogsbæjar við Þinghólsbraut 79. Einnig verða aðreinar við Bryggjuvör 1 og 3 aflagðar og sameinaðar lóðinni ásamt landi milli Bryggjuvarar og Bakkabrautar 2.
Heimilt er að rífa hús sem eru fyrir á lóðinni og í staðinn kemur fjölbreytt íbúðarbyggð, með fjölbreyttum húsgerðum og íbúðum í mismunandi stærðum og gerðum.
Byggðin stallast mikið í hæðum vegna landhalla frá Þinghólsbraut að ströndinni. Byggðin myndar skjólgóða og sólríka inngarða sem opnast til suðurs.
Reiknað er með viðmiðun bílastæða að lámarki 0,75 eða að hámarki 1,0 pr. íbúð miðað við stærð íbúða. Reiknað er með 2 hjólastæðum pr. íbúð. Flest bílastæði fyrir íbúðir verða í bílgeymslu, með aðkomu frá Bryggjuvör.
Mynd: Úr vinnslutillögu nýs deiliskipulags á Kársnesi vestanverðu.