Efla barna- og unglingastarf í GKG

Á dögunum gerðu Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar og Garðabær með sér samstarfssamning um að efla barna og unglingastarf í golfi í Garðabæ.

Tilgangur samningsins er að efla barna- og unglingastarf í golfi innan Garðabæjar með markvissu starfi GKG á félagssvæði sínu.

Garðabær greiðir GKG árlega styrki sem skal nota í það góða ungmennastarf sem GKG stendur að.
Þá er tekið fram í samningnum að félagið skal huga sérstaklega að því að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í samræmi við stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks.

Aðalstjórn ber ábyrgð á að félagið uppfylli skilyrði reglna til að teljast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og starfi samkvæmt þeim markmiðum sem um slík félög gilda. Aðalstjórn ber einnig ábyrgð á að félagið og allar deildir þess kynni sér, innleiði og starfi samkvæmt leiðbeiningum og verklagsreglum ÍSÍ um kynferðislegt áreiti í íþróttum. Félagið skal einnig setja upp áætlanir varðandi eineltismál og njóta samvinnu við Garðabæ um fræðslu og viðbrögð við þeim.

Mynd: Fv. Björg Fenger formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðmundur Oddsson formaður GKG, Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri GKG

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins