Vormót á Leirdalsvelli – í hermunum

Það styttist í opnun valla hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og því upplagt að undirbúa sig með hring á Leirdalsvelli í Trackman golfhermum GKG í Íþróttamiðstöðinni.

Ekkert mótsgjald er fyrir þátttökuna, aðeins greitt fyrir notkun herma. 

Leikið er á Leirdalsvelli í Trackman hermum GKG
Keppendur hafa frá 24. apríl – 2. maí til að taka þátt.

Keppandi greiðir fyrir notkun á hermi samkvæmt verðskrá, ekkert aukagjald er tekið fyrir þátttöku í mótinu.

Leikin er punktakeppni með fullri vallarforgjöf. Ef keppandi er með gilda Trackman forgjöf þá gildir sú forgjöf.

Veitt eru verðlaun í karla- og kvennaflokki og besta skor karla og kvenna án forgjafar.

Leikfyrirkomulag og aðstæður eru sjálfkrafa stilltar fyrir mótið:
Karlar leika á teigum 54 og konur á 48
Holustaðsetningar „medium“
Vindur „calm“
Pútt eru stillt á Auto two putt (1 pútt innan við 2,5 m, 2 pútt fjær en 2,5 m)

Skráning fer þannig fram að þátttakendur senda netfang sitt á [email protected], sem skráir í mótið.

Keppandi fær sjálfvirkan póst frá Trackman þar skráning er staðfest í mótið. Þetta er nauðsynlegt til að geta tekið þátt í mótinu.

Sjá leiðbeiningar inn á heimsíðu GKG

Þegar keppandi kemur síðan til að leika hringinn, þá skráir viðkomandi sig inn í herminn (Log in) sem notandi í Trackman Virtual Golf2 kerfið.

Velur síðan „Tournaments“ og þá ætti mótið „Vormót á Leirdalsvelli“ að birtast.
Hægt er að leika hringinn án meðspilara. Ef meðspilari leikur með þá þarf sá ekki að vera endilega með í mótinu, getur eins leikið sem gestaspilari.

Verðlaun í punktakeppni karla og kvenna:
1. sæti 6 boltar og hanski
2. sæti 6 boltar
3. sæti 3 boltar

Verðlaun fyrir besta skor í karla- og kvennaflokki:
6 boltar og hanski

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins