Sunnudaginn 16. maí sl. var mikil gleði í barnastarfi Vídalínskirkju. Dagurinn hófst inn í Urriðarholtsskóla þar sem var sunnudagaskóli og svo kom ísbílinn og boðið var upp á ís í góða veðrinu, en það var mikil veðurblíða þennan dag.
Svo var uppskeruhátíð barnastarfsins í Vídalínskirkju þar sem barnakórar kirkjunnar sungu í beinu streymi og það voru sýndar stuttmyndir sem krakkar í 6-9 ára starfinu höfðu gert og TTT sem er 10-12 ára starf. Mikil gleði ríkti og svo var boðið upp á hoppukastala og grillaðar pylsur.

Í hádeginu voru svo tvö börn borin til skírnar í Vídalínskirkju. Þriðja samveran var svo seinnipartinn en þá komu börn og unglingar saman í Vídalínskirkju sem höfðu misst náin ástvin en þau eru þátttakendur í Erninum sem er sálgæslustarf (Sjá arnarvaengir.is) á vegum kirkjunnar. Þar var minningarstund, þar sem ríkti bæði sorg og þakklæti. Þá var einnig boðið upp á grillaðar pylsur og loft sett í hoppukastalana á nýjan leik. Það má reikna með því 300 manns hafi runnið í gegnum kirkjuna þennan í fimm ólíkum en stundum.





