Bæjarráð hefur tekið jákvætt í hugmyndir um uppbygging á miðstöð heilsueflandi fyrirtækja, þjónustu og tengda starfsemi á norðanverðum Arnarneshálsi.
Á síðast fund bæjarráðs mættu fulltrúar Landeyjar ehf og kynntu hugmyndir um uppbygging á miðstöð fyrirtækja, þjónustu og tengda starfsemi á norðanverðum Arnarneshálsi, landsvæðið er sem sagt í eigu Landeyjar ehf., dótturfélags Arion banka.
Í hugmyndunum felst að á svæðinu verði:
· Fyrirtæki, sem sérhæfa sig í heilsueflandi starfsemi
· Nýsköpun og þróun · Verslun og þjónusta
· Hátækni þjónustuíbúðir fyrir 50
· Höfuðstöðvar Ósa lífæð heilbrigðis hf. sem yrðu leiðandi í uppbyggingu svæðisins
Eins og áður segir tók bæjarráð jákvætt í hugmyndirnar og samþykkti að fela bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.