Næstu skref að Fossvogsbrú

Fyrra þrep í framkvæmdaráætlun Fossvogsbrúar er hafið en brúin er hluti af fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar. Ríkiskaup bauð til opinnar hönnunarsamkeppni fyrir hönd Vegagerðarinnar um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.

Samkeppnin er í tveimur þrepum og er nafnleyndar gætt á báðum þrepum fyrir milligöngu trúnaðarmanns sem annast öll samskipti við þátttakendur/keppendur. Alls voru 15 teymi sem skiluðu inn tillögum í fyrra þrep.

Upplýst verður um niðurstöður úr fyrra þrepi í ágúst 2021 og hefst þá seinna þrep hönnun-arsamkeppninnar sem er lokað öðrum en höfundum valdra tillagna. Endanleg úrslit munu liggja fyrir í desember 2021. Hönnun lýkur í desember 2022 og framkvæmdir verða 2023 – 2024.
Brú yfir Fossvog er ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Naut-hólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar