Vesturtún 35 – Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar 2022

Lóðin við Vesturtún 35 á Álftanesi er einstaklega vinaleg og falleg. Þar eru blómstrandi rósir og fallegur gróðurbogi sem leiðir mann á skemmtilegan stíg að gróðurhúsi. Á lóðinni er upphækkað beð með fjölbreyttum gróðri, tjörn, fjölæringum, grjóthleðslum og skrautmunum. Falleg og snyrtileg gróðurbeð allt um kring, sumarblóm í beðum og keri. Sannkallaður sælureitur.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar