Þóra Einarsdóttir syngur á hádegistónleikum

Ein ástsælasta söngkona landsins, Þóra Einarsdóttir, syngur hádegistónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar ásamt sænska píanóleikaranum Katarina Ström-Harg. Á tónleikunum sem hefjast klukkan 12:15 fimmtudaginn 7. september verða flutt lög eftir Pál Ísólfsson og kennara hans Max Reger. Aðgangur er ókeypis en tónleikarnir eru um 30 mínútur að lengd. Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem kostar tónleikana sem eru haldnir í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar