Sýningin Blóm og ballett opnar í Sjálandi kl. 17 í kvöld. Aron Can stígur einnig á svið.

Eftir langar og strangar vikur við trönurnar er Ingvar Thor Gylfason klár með fyrstu einkasýningu sína síðan 2017.

Sýningin Blóm og ballett opnar á Sjálandi í Garðabæ í dag, föstudaginn 17. mars kl. 17 en sýningin stendur yfir næstu vikurnar. Á opnuninn í kvöld mætir einnig tónlistarmaðurinn Aron Can, en hann mun stíga á svið kl. 20 í kvöld. Svo geta matargestir Sjálands notið verka Ingvars Thors í návígi yfir ljúffengum veitingunum.

Bleika ballerínan eftir Ingvar Thor

Partý bingó, Guðrún Árný og Daníel Ágúst

Þá er heilmikið að gerast í viðburðahaldi á Sjálandi en Eva Ruza og Hjálmar Örn verða með Partý bingó eftir viku. Guðrún Árný ætlar að vera með Samsöng miðvikudagskvöld fyrir páska og svo er að raðast inn á Söngbók Sjálands en næstur á dagskrá þar er enginn annar en gullmolinn Daníel Ágúst og honum til halds og trausts verður Jón Ólafsson píanó leikari. Frítt er inn á Partý bingóið og Samsönginn en miðasala er hafin á tix.is á tónleika Daníels.

Eva Ruza og Hjálmar Örn verða með Partý bingó í Sjálandi fimmtudaginn 23. mars og er frítt inn á það eins og á samsöng Guðrúnar Árnýjar fyrir páska

Samkomusalur Garðbæinga

„Við erum að vanda mjög til verka í veislusalnum og viljum að hann verði samkomusalur Garðbæinga. Staður þar sem hægt er að koma gangandi eða hjólandi að héðan úr hverfunum og njóta hvers kyns viðburða,“ segir Stefán Magnússon eigandi Sjálands.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar