Stjörnumenn fastir í 6. sæti PepsíMax

Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir karlaliði Stjörnunnar 6. sæti Pepsi Max-deildarinni í sumar en vefsíðan Fotbolti.net gerði slíkt hið sama á dögunum. Stjarnan endaði í þriðja sæti í fyrra og tryggði sér sæti í Evrópukeppninni og svo virðist sem knattspyrnuspekingarnir hafi litla trú á liðinu í sumar.

Stjörnumenn unnu Íslandsmeistara Vals 3-2 sl. föstudag í æfingaleik á Samsungvellinum og litu ágætlega út, en alvaran byrjast svo hjá drengjunum í Stjörnunni nk. laugardag, 1. maí, er liðið færi nýliða Leikni í heimsókn. Þá reynir fyrst á liðið, þegar í alvöruna er komið, en annar leikur liðsins er síðan við hina nýliða deildarinnar, Kelfavík, í Keflavík sunnudaginn 9. maí.

Töpuðu aðeins 2 leikjum í fyrra.

Stjörnumenn töpuðu aðeins tveimur leikjum í fyrra en gerðu full mikið af jafnteflum eða 7 talsins. Liðið endaði því í 3. sæti þegar mótið var blásið af út af Kórónuveirunni og tók Evrópusætið af Breiðablik á markatölu.

Rúnar Páll Sigmundsson er einn reyndasti þjálfari deildarinnar en hann hefur stýrt Stjörnunni síðan 2014. Þorvaldur Örlygsson, hinn margreyndi þjálfari, verður hans hægri hönd í ár.

Talsverðar breytingar hafa orðið hjá Stjörnunni í vetur en margir leikmenn hafa horfið á braut, m.a. Guðjón Baldvinsson, Jóhann Laxdal, Guðjón Pétur Lýðsson, Ævar Inga Jóhannesson, Jósef Kristinn Jósefsson, Vigni Jóhannesson og fyrirliðann Alex Þór Hauksson. Stjörnumenn hafa þó ekki styrkt sig mikið en hafa m.a. fengið að láni danska leikmanninn Magnus Anbo sem mun leika með liðinu til 30. ágúst. Magnus er 20 ára leikmaður AGF frá Árósum í Danmörku sem getur bæði leikið sem miðjumaður og hægri bakvörður og hefur spilað 10 leiki fyrir AGF. Magnus skoraði eitt marka Stjörnunnar í 3-2 sigrinum á Val sl. föstudag. (Á myndinni er Magnus Arnbo í leik með AGF). Þá kom Ólafur Karl Finsen heim að nýju ásamt Arnari Darra Péturssyni markverði. Einnig hefur Stjarnan fengið hinn öfluga Einar Karl Ingvarsson frá Val og þá kom Oscar nokkur Borg frá Englandi.

.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar