Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið lendi í sama sæti og síðstu tvö ár.
Íslandmótið hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl, en HK leikur sinn fyrsta leik daginn eftir, laugardaginn 1. maí er liðið fær KA í heimsókn í Kórinn.
HK að hefja þriðja tímabil sitt í röð í efstu deild og er það í fyrsta skipti í sögu félagsins, en HK hélt sér nokkuð örugglega uppi 2019 og 2020 og þeir vilja væntanlega taka skrefið lengra í ár. Þau gleðitíðindi bárust svo í síðustu viku að Valgeir Valgeirsson komi heim í byrjun næsta mánaðar og mun spila með HK í sumar. „Það er mikill fengur fyrir lið HK að fá Valgeir aftur til sín. Í fyrrasumar, áður en Valgeir var lánaður til Brentford, hafði hann farið á kostum, skorað fjögur mörk og lagt upp fimm í 15 leikjum. Í lok sumars var hann kosinn besti leikmaður HK af liðsfélögum sínum,“ segir í tilkynningu HK en hann mun snúa aftur til HK í byrjun næsta mánaðar þegar lánssamningi hans hjá Brentford lýkur.
HK á tvo heimaleiki í röð því í annarri umferð, þann 8. maí, koma drengirnir í Fylki í heimsókn í Kórinn.
Á myndinn er Valgeir í leik með Brentford (Mynd Brentford)