Starfsemi leikskólanna raskaðist verulega og tveimur leikskólum var lokað

Verkfall starfsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar sem starfa á leikskólum bæjarins hófst í gær og stóðu til hádegis í dag. Starfsemi leikskólanna hefur raskast verulega og hafa foreldra þurft að vera heima með börnum sínum a.m.k. hluta úr degi þessa tvö daga.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar fór yfir stöðuna í leikskólum Garðabæjar á fundi bæjarráðs í morgun. Tveir leikskólar voru lokaðir en í öðrum leikskólum bæjarins var veitt takmörkuð þjónusta.

Verkföll hafa verið boðuð í næstu viku á mánudag 22. maí, þriðjudag 23. maí og fimmtudag 25 maí frá opnun leikskólanna til kl. 12:00 að hádegi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar