Starfsemi leikskólanna raskaðist verulega og tveimur leikskólum var lokað

Verkfall starfsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar sem starfa á leikskólum bæjarins hófst í gær og stóðu til hádegis í dag. Starfsemi leikskólanna hefur raskast verulega og hafa foreldra þurft að vera heima með börnum sínum a.m.k. hluta úr degi þessa tvö daga.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar fór yfir stöðuna í leikskólum Garðabæjar á fundi bæjarráðs í morgun. Tveir leikskólar voru lokaðir en í öðrum leikskólum bæjarins var veitt takmörkuð þjónusta.

Verkföll hafa verið boðuð í næstu viku á mánudag 22. maí, þriðjudag 23. maí og fimmtudag 25 maí frá opnun leikskólanna til kl. 12:00 að hádegi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins