Söguleg stund í TM-Höllinni

Söguleg stund átti sér stað í TM-Höllinni í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar í handbolta, þann 8. júní þegar Stjarnan í mfl. ka. spilaði í fyrsta sinn í undanúrslitum í úrslitakeppni HSÍ um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan mætti fyrnasterku liði Hauka sem voru búnir að vinna síðustu 12 leiki sína með 9.3 marka mun að meðaltali. Stjarnan tapaði leiknum með fimm mörkum, en sigraði svo Hauka með glæsibrag í síðari leiknum sem dugði þó ekki til að komast í úrslitaleikinn, en vel gert engu að síður.

Söguleg stund átti sér stað í TM-Höllinni í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar í handbolta, þann 8. júní þegar Stjarnan í mfl. ka. spilaði í fyrsta sinn í undanúrslitum í úrslitakeppni HSÍ um Íslandsmeistaratitilinn.

Aðstaðan og stefna stjórnar

Í fyrsta sinn voru fjöldi áhorfenda sem máttu mæta eftir erfiðan Covid vetur. Það var mikil ánægja fyrir stjórnendur deildarinnar að upplifa stemninguna í næstum fullu húsi (allt innan marka varðandi sótt-varnir) eftir mikla uppfærslu á TM-Höllinni sem er orðin hin glæsilegasta á landinu að mati sérfræðinga. Við í Stjörnunni handbolta upplifum núna TM-Höllina sem heimavöll eftir að hafa haft mikið fyrir að setja upp nýja klukku og nútíma auglýsingamiðla fyrir okkar mjög svo mikilvægu samstarfsaðila. Einnig er vert að minnast á samstöðuna í handknattleiksdeildinni þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Stjórnendur deildarinnar ákváðu að gera eins við karla og konur í deildinni hvað varðar aðstöðu, búninga, ferðalög, hátíðir omfl. ásamt því að steypa tveimur meistaraflokksráðum í eitt. Það er skemmst frá því að segja að þessi breyting hefur haft gríðarlega áhrif hvað ánægju og árangur varðar.

Góð stemmning var í TM höllinni sem er orðin glæsileg
Patti náði frábærum árangri með Stjörnuna í ár og spennandi verður að fylgjast með þróuninni og liðinu á næsta tímabili

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar