Smiðja í Hönnunarsafninu fyrir krakka og fylgifiska í vetrarfríi

Hönnunarsafn íslands býður krökkum í vetrarfríi til smiðju í Hönnunarsafninu þar sem hönnuðurnir Auður Ösp og Kristín María aðstoða þátttakendur að setja sig í spor hönnuða og uppfinningafólks og búa til húsgögn fyrir ímyndað heimili.

Smiðjan kallast Heimurinn heima og krakkar á öllum aldri (líka fullorðnir fylgifiskar) ættu að hafa gaman af.

Heimurinn heima verður í boði frá 13-15 þriðjudaginn 14. febrúar og fimmtudaginn 16. febrúar, þátttaka frjáls og ókeypis.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar