Skapandi ungmenni héldu kraftmikla lokasýningu á verkum sínum fyrir gesti og gangandi

Skapandi sumarstörf í Garðabæ héldu lokasýningu fyrir gesti og gangandi á Garðatorgi miðvikudaginn 20. júlí sl. Lokasýningin teygði anga sína víða um torgið fyrir framan bókasafnið og inn í fundarrými Garðabæjar í Sveinatungu. Fjölbreytt verk voru þar til sýnis svo sem myndlist, tónlistaratriði, ritlist og útgáfa, fatahönnun og margt fleira skemmtilegt. Gestir sem lögðu leið sína um Garðatorgið á lokasýninguna voru ánægðir með útkomuna og sannarlega hæfileikarík ungmenni þar á ferð.

Í sumar voru það 14 hæfileikarík ungmenni sem skipuðu 8 hópa sem fengu tækifæri til að vinna að ólíkum verkefnum sínum í tónlist, fatahönnun, ljóðlist, margmiðlun og myndlist. Hóparnir tóku m.a. þátt í Jónsmessu-gleði Grósku fyrr í sumar og einnig hafa ungmennin staðið að fjölbreyttum viðburðum á síðustu vikum til að kynna verkefni sín.

Á forsíðumynd má sjá þegar Almar Guðmundsson bæjarstjóri heimsótti ungmennin í Skapandi sumarstörfum fyrir stuttu og fræddist um verkefni sumarsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar