Greifarnir og Siggi Hlö á Spot um verslunarmannahelgina

Hinir einu sönnu Greifar og eitís plötusnúðurinn og útvarpsmaðurinn Siggi Hlö standa fyrir stórskemmtilegri Útihátíð á SPOT um verslunarmannahelgina.

Það eru 14 ár síðan fyrsta Útihátíðin á SPOT með Greifunum og Sigga Hlö var haldin og hún orðin fastur liður í lífi margra þessa helgi. Síðastliðin tvö ár voru frekar erfið fyrir alla og var nauðsynlegt að hætta við á síðustu stundu bæði árin. Ekki í ár. Það verður stanslaust stuð á böllum laugardags og sunnudagskvöld og brekkusöngurinn undir styrkri stjórn Bjössa Greifa verður stærri og skemmtilegri en nokkurn tíma áður. Byrjað verður að spila klukkan 23.00 á laugardagskvöldinu og strax eftir brekkusöng á sunnudagskvöldinu. Greifarnir taka öll sín bestu lög og fleiri góða smelli og Siggi og DJ Fox sjóðheitir í diskóbúrinu.

Brekkusöngurinn fer fram á sunnudagskvöldinu í brekkunni fyrir neðan SPOT. Hann byrjar stundvíslega klukkan 22.30. Ekki er selt inn á brekkusönginn. Best er að byrja skipuleggja strax! Sjáumst á SPOT um Verslunarmannahelgina! Jibbí!!!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins