Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, hefur sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, en aðeins ein umferð er búin af Íslandsmótinu þar sem Stjarnan gerði jafntefli við Leikni í Garðabænum.
Forsvarsmenn Stjörnunnar og Rúnar Páll hafa komist að samkomulagi um starfslok Rúnars og þar af leiðandi mun hann ekki stýra liðinu nk. sunnudag þegar liðið mætir Kelfavík í annarri umferð Pepsí-Max deildarinnar.
Rúnar Páll hefur sannarlega skrifað sögu knattspyrnudeildar að stórum hluta, en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið með eftirminnilegum hætti árið 2014 auk þess sem liðið komst sama ár í 4. umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið féll úr leik á móti Inter Milan, núverandi Ítalíumeisturum. Afrek Rúnars Páls og liðsins árið 2014 verður að líkindum aldrei endurtekið. Magnað ár. Þá gerði Rúnar Páll Stjörnuna að bikarmeisturum árið 2018 í fyrsta og eina skiptið í sögu félagsins auk þess sem hann hefur nánast ár hvert komið liðinu í Evrópukeppnina eða í 6 ár af þeim 8 sem hann stjórnaði liðinu. Það verður vissulega mikil eftirsjá í þessum frábæra þjálfara og skemmtilega karakter sem hefur lyft félaginu upp á hærri stall með eftirminnilegum hætti á undanförnum.