Þorvaldur nýr stjóri Stjörnunnar

Staðfest hefur verið af Helga Hrannari Jónssyni, formanni meistaraflokksráðs Stjörnunnar, að Þorvaldur Örlygsson taki við þjálfun karlaliðs Stjörnunnar, en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og Rúnars Páls sl. haust.

En eins og fram kom um í kringum hádegi í dag þá ákvað Rúnar Páll að láta af störfum sem þjálfari Stjörnunnar. Rúnar Páll er 47 ára í dag, svo tilfinningarnar eru sjálfsagt blendar á sjálfan afmælisdaginn.

Á myndinni eru Helgi Hrannar og Þorvaldur þegar Þorvaldur var ráðinn sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar