Rúnaletur og staðreyndir um Hofsstaði

Laugardaginn 25. febrúar frá kl. 13 mun þjóðfræðingur taka á móti fjölskyldum á margmiðlunarsýningunni Aftur til Hofsstaða á Garðatorgi 7.

Sýningin er yfirgripsmikil miðlun á sögu Garðabæjar frá landnámi til okkar daga og verkefni sem hjálpa gestum að njóta sýningarinnar verða gerð.

Rúnaletur og staðreyndir um Hofsstaði eru meðal skemmtilegra verkefna en einnig vangaveltur um hvað við mundum taka með okkur til nýrra heimkynna.

Fjölskyldustundin er gestum að kostnaðarlausu  en sýningin Aftur til Hofsstaða er opin daglega frá 12-17.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar