Garðbæingurinn Sigga Ózk tekur þátt í Söngvakeppni RÚV á laugardaginn

Á laugardaginn, 25. febrúar, fer fram síðari undanúrslitaþátturinn í Söngvakeppni RÚV, en á meðal þátttakanda er Garðbæingurinn Sigga Ózk sem flytur 80’s skotna euro-danslagið “Gleyma þér og dansa” (e. Dancing Lonely).

Brotin hjörtu, að dansa til að gleyma og reyna að brosa í gegnum tárin

Lagið er ekta Eurovision 80’s nostalgíu popplag sem fjallar um brotin hjörtu, að dansa til að gleyma og reyna brosa í gegnum tárin. Íslenski textin er óbein þýðing af enska með sama þema, nema þar hafa höfundar bætt við smá innblæstri frá einu vinslælasta eurovision lagi Íslands – “Eitt lag enn”. En íslenski textinn segir: ,,Þegar ég heyri eitt lag enn, þá er eitthvað sem fær mig til að vilja dansa. Reyna gleyma þér og dansa í kvöld.”

Sigga Ózk er 23 ára söngkona og lagahöfundur og hefur verið að kveða sér hljóðs bæði í íslensku tónlistarlífi og leikhúsum í nokkur ár. Sigga er alin upp umkringd tónlist og heimilið hennar er mjög listrænt enda er hún dóttir Hrafnkels Pálmarssonar, tónlistarmanns og gítarleikara, betur þekktur sem Keli í Svörtum fötum og móðir hennar er Elín María Björnsdóttir sem stýrði m.a. Brúðkaupsþættinum Já á Skjá einum. 

Draumur að koma fram í Eurovision

,,Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítil stelpa að koma fram í Eurovision. Tónlistin á hug minn og hjarta og ég reyni að flétta hana inn þegar ég er að kenna því það skiptir mig miklu máli að hafa góð áhrif og mér finnst tónlistin hið fullkomna tæki til að efla sjálfstraust og hvetja,” segir Sigga Ózk.

Elskar að vinna með börnum og unglingum

Fyrir utan tónlistina þá elskar Sigga Ózk að vinna með börnum og unglingum. Hún hefur kennt í mörg ár þar sem hún hefur lagt metnað í að tengja tónlist og að efla sjálfstraust inn í kennsluna á einn eða annan hátt. Sigga gaf út plötuna “Ný Ást” árið 2021 þar sem hún samdi öll lögin sjálf og aðstoðaði við upptökustjórn (e.co-produced). Sigga Ózk er þekkt fyrir að vera hæfileikarík söngkona og fyrir metnaðarfull og flott atriði og tónleika. 

Hafa samið fyrir Katy Perry, Rosie Darling, Baekhyun, Felix Sandman og Steve Aioke

Lagið, Gleyma þér og dansa, sem Sigga Ózk flytur á laugardaginn er samið af Klöru Ósk Elíasdóttir, Ölmu Guðmundsdóttir og dananum David Morup. Þau hafa meðal annars samið lög fyrir Katy Perry, Rosie Darling, Baekhyun, Felix Sandman, Steve Aioke svo einhverjir séu nefndir. Lagið er útsett (e.produced) af James Gladius Wong sem hefur unnir með fjölda af heimsþekktu tónlistarfólki og var tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir vinnu sína með Justin Bieber. 

Nú er bara um að gera fyrir Garðbæinga að styðja við Siggu Ózk og taka þátt í símakosningunni á laugardaginn.

Mynd: RÚV

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar