Peningasmiðja í Hönnunarsafninu

Fyrsti viðburðurinn undir heitinu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði fór fram sl. sunnudag í Hönnunarsafni Íslands. Það voru þau Rán Flygenring teiknari og Stefán Pálsson sagnfræðingur sem leiddu smiðjuna með fróðleik um gjaldmiðil í gegnum tíðina og smiðju þar sem nýir peningar urðu til. Fjölskyldur sameinuðust um að fræðast, skoða peningaseðla sem Kristín Þorkelsdóttir hannaði og föndra saman í Smiðju safnsins.

Næsta smiðja 18. september

Eins og myndirnar bera með sér var þetta sannkölluð gæðastund fyrir þátttekendur. Næsta smiðja fer fram á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 18. september en þá mun Sól Hilmarsdóttir leiða fjölskyldur í teiknimyndasmiðju þar sem sögur af landnámsfólki verða til.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar