Garðálfar, kór eldri borgara á Álftanesi

Kæru Álftnesingar og aðrir Garðbæingar.

Kór eldri borgara á Álftanesi ,Garðálfar, er nú að hefja sitt 4. starfsár.

Æfingar eru einu sinni í viku, á mánudögum kl. 16:00- 17:00 í safnaðarheimili Bessastaðasóknar, Brekkuskógum 1, Álftanesi. Kórstjóri er Ástvaldur Traustason.

Kórinn æfir aðallega gömul og góð lög sem flestir kunna. Við hvetjum þá sem gaman hafa af söng og góðum félagsskap að slást í hópinn. Söngurinn lengir lífið.

Nánari upplýsingar: Sigrún, s. 7727341 María, s. 8611499 Gunndór, s. 8926060

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar