Patti ráðinn íþrótta- og rekstrarstjóri handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild Stjörnunnar leggur metnað sinn í að skapa öllum iðkendum bestu aðstæður til að vaxa og þroskast sem handboltafólk. Einn liður í því er að gera allt skipulag og starf deildarinnar nútímalegt og áhrifaríkt.

Við kynnum því með stolti nýtt fyrirkomulag sem við teljum vera enn einn áfanga í að tryggja Stjörnuna sem handknattleiksfélag í fremstu röð. Patrekur Jóhannesson, tekur við nýju starfi sem Íþrótta og rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar. Hlutverk Patreks sem íþróttastjóra er að hafa yfirumsjón með öllu starfi handboltans, allt frá yngstu iðkendum til afreksstarfsins. Hann mun leggja faglega línu í gegnum allt starfið „bláu línuna“. Þetta mun þýða að öll þjálfun og vegferð iðkenda verður ein heildstæð samfella frá fyrstu skrefum sem ungir handbolta iðkendur og þar til þau komast inn í meistaraflokka.

Heimvöllurinn! TM höllin í Mýrinni er orðin glæsileg

Allir iðkendur eru þjálfaðir eftir sömu handboltastefnu upp alla yngri flokka og munu fá leiðbeiningar um hvað er ætlast til að þau hafi tileinkað sér á hverju stigi. Þetta mun gera iðkendum mun auðveldara að fara upp á milli flokka og einnig auðvelda þeim að vinna með nýjum þjálfurum þar sem allir vinna eftir sömu stefnunni.

Patrekur verður einnig rekstrarstjóri deildarinnar og verður í mun nánara samstarfi við stjórn, meistaraflokksráð sem og Barna og Unglingaráðhandknattleiksdeildar.

Í kjölfarið á þessum breytingum verður starf yfirþjálfara lagt niður en það hefur gengt veigamiklu hlutverki í starfi yngri flokka félagsins en nú eru stigin stærri skref.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins