Frost sett strik í reikninginn

Veiðitímabilið í Vífilsstaðavatni er hafið en engin veiði

Veiðitímabilið í Vífilsstaðavatni er hafið, en það stendur yfir frá 1. apríl til 15. september. Það hefur þó verið lítið um veiði sem af er enda hefur verið kalt í veðri á Vífilsstaðavatn frosið.

Veiðikortið gildir í Vífilsstaðavatni

Á veiðibímabilinu er leyfilegt að veiða í Vífilssstaðavatni frá kl. 08:00 til kl. 24:00. Stangveiðileyfi í Vífilsstaðavatni eru seld með Veiðikortinu sem fæst á sölustöðum N1, Olís og veiðivöruverslunum um land allt. Veiðikortið má einnig kaupa á vef Veiðikortsins, veidikortid.is, og er kortið þá sent með pósti kaupanda að kostnaðarlausu. Veiðikortið 2021 kostar 8.900 krónur og veitir aðgang að 36 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Vinsamlega athugið að veiðikortið gildir eingöngu fyrir eina stöng, en börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.

Dagsveiðileyfi kosta 1000 kr

Dagsveiðileyfi er hægt að kaupa á 1000 kr. Millifært er inn á reikning Garðabæjar 0318-26-50, kt. 570169-6109 með skýringunni veiðileyfi og þá er nægilegt að sýna millifærslustaðfestingu til veiðivarða á veiðidegi.

Göngum vel um friðlandið við Vífilsstaðavatn

Í Vífilsstaðavatni er eingöngu heimilt að nota flugur, maðk og spún, en öll önnur beita og smurefni eru stranglega bönnuð í vatninu. Veiðimenn athugið að bannað er að veiða á merktu svæði norðanmegin í vatninu vegna verndunar varpsvæða flórgoðans. Öll umferð báta og kajaka er bönnuð á vatninu.

Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið um að ganga vel og snyrtilega um friðlandið Vífilsstaðavatn og alls ekki skilja eftir rusl, girni, öngla, flotholt eða agn í vatninu eða á jörðinni þar sem það er lífshættulegt dýra- og fuglalífinu.

Upplýsingar um veiði í Vífilsstaðavatni má sjá á vef Garðabæjar, gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar í síma 525-8500. Að gefnu tilefni ber að nefna að ekki er leyfilegt að veiða í Urriðavatni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins