Óperudagar í Garðabæ

Óperudagar hafa undanfarnar vikur farið fram víða um höfuðborgarsvæðið en í Garðabæ nutu leikskólabörn sýningarinnar Vindurinn vinur minn sem sýnd var í Hönnunarsafninu. Þann 4. nóvember fer svo fram Óperubrölt sem hefst í Vídalínskirkju kl. 13 en nokkrir óperusöngvarar leiða fólk í söng og gleði. Bröltið hefst í kirkjunni en síðan verður hópurinn leiddur á Garðatorg þar sem ýmiskonar söngur og glens fer fram. Að sögn menningarfulltrúa Garðabæjar er gaman að sjá gróskuna í íslensku sönglífi og mikils virði að Óperudagar teygi anga sína í Garðabæ. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar