Sunnudagurinn 28.nóvember var stór dagur fyrir Bessastaðasókn en þá vígði frú Agnes M.Sigurðardóttur biskup Íslands Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur til djáknaþjónustu við Besstaðasókn í Garðaprestakalli.
Vilborg er þriðji djákninn á nítján árum sem vígist til sóknarinnar. Áður hafa djáknarnir Gréta Konráðsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir þjónað við sóknina en Margrét mun skila keflinu áfram til Vilborgar um næstu áramót en mun þó áfram vera viðloðandi starf sóknarinnar. Sr.Hans Guðberg Alfreðsson prófastur og prestur í Garðaprestakalli lýsti vígslu en vígsluvottar voru Andrés Sigurðsson sóknarnefndarformaður Bessastaðasóknar, sr.Henning Emil Magnússon prestur í Garðaprestakalli, Margrét Gunnarsdóttir djákni og Brynhildur Ósk Sigurdóttir djákni og móðir Vilborgar en hún var einmitt í hópi fyrstu djáknanna sem útskrifuðust frá Háskóla Íslands en hún vígðist þann 12.febrúar árið 1995. Við bjóðum Vilborgu Ólöfu hjartanlega velkomna til starfa við sóknina. (Myndirnar tók Guðrún Hilmarsdóttir)
Forsíðumynd: F.v. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, Vilborg Ólöf Sigurðardóttir og Margrét Gunnarsdóttir