Nemendur skáru svínslíffæri í sundur

Nemendur í 8. bekk Sjálandsskóla lærðu um líffærafræði og mannslíkamann á dögunum. Arngerður líffræðikennari kom með svínslíffæri sem nemendur fengu að skoða og rannsaka. Þeir gátu skorið í sundur líffæri og skoðað í víðsjá og þannig gert sér betur grein fyrir líffærunum í meltingarveginum. Krakkarnir voru mjög áhugasamir að fá að rannsaka alvöru líffæri.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar