Metsala á ullarpeysum í sumar

Öllum er kunnugt um hversu vont veður er búið að vera hér á landi í sumar, en júní mánuður hefur ekki verið svona kaldur í Reykjavík manna minnum, eða síðan 1997. Sólin skín þó bjartara hjá sumum en öðrum og hefur As We Grow notið góðs af köldu sumri, því sala á ullarpeysum, þá sérstaklega duggarapeysunni, sem er til bæði fyrir börn og fullorðna hefur aldrei verið jafn mikil og nú, bæði meðal íslendinga og útlendinga.

,,Þó við fögnum því ekki beinlínis að sumarið hafi verið svona þá gleður okkur að fólk virðist hafa not fyrir peysurnar okkar á þessum ófyrirsjáanlegu tímum. “Það getur verið erfitt að klæða sig eftir veðri á Íslandi, fólk nennir kannski ekki að vera í úlpu bæði á veturna og sumrin og þá eru ullarpeysur góður millivegur, meira “casual”, en ullin sem við notum er alpaca ull, sem heldur jöfnu hitastigi á líkamanum og er því aldrei of heit eða of köld og því frábær bæði á á veturna og sumrin. Sérstaklega hér á Íslandi.

AS WE GROW fyrirtækið er það eina á sviði fatahönnunar sem hlotið hefur Hönnunarverðlaun Íslands og í umsögn dómnefndar var sérstaklega litið til „afstöðu gagnvart líftíma og endingu vöru á tímum ofgnóttar“, en fyrirtækið hefur í mörg ár hannað og framleitt tímalausan fatnað fyrir börn og fullorðna sem hlotið hefur mikið lof bæði hérlendis og erlendis.

Meðfylgjandi erumyndir af barni og fullorðnum í Duggarapeysunni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar